Fara í efni

Vel heppnuð Rökkurganga

Við þökkum öllum gestum kærlega fyrir komuna á Rökkurgöngu sl. sunnudag. Hús safnsins voru skreytt hátt og lágt og eins og hefð er fyrir þá var sögustund í baðstofunni sem var vel sótt að venju. Þá komu félagar úr þjóðháttafélaginu Handraðanum, konur úr Pilsaþyt og félagar úr Kvæðamannafélaginu Gefjunni í heimsókn og voru með jólastarfsdag í gamla bænum. Andrúmsloftið í bænum var eins og við jólaundirbúning um 1900. Hópurinn fór með kveðskap og sýndi tóvinnu, kertagerð og skreytti jólatré og fleira.
 
Áshúsið var auðvitað opið líka og þar var boðið upp á jólalegt bakkelsi og heita drykki. Það var því sannur jólaandi sem sveif yfir safnsvæðinu og gestir lærðu ýmislegt um jólaundirbúning í "gamla daga".
 
Við færum félögum í Handraðanum, Pilsaþyt og Gefjunni sérstakar þakkir fyrir komuna og hjálpina við að glæða gamla bæinn lífi. Að lokum þökkum við Jóndísi fyrir frábærar myndir og safnasjóði fyrir stuðninginn.
 

Myndir frá viðburðinum má sjá hér.