Á dögunum kom út skýrsla á vegum Byggðasafns Skagfirðinga, sem fjallar um uppistandandi torfhús í fyrrum Seylu-, Akra-, og Lýtingsstaðahreppi. Verkefnið var unnið fyrir styrk frá Minjastofnun Íslands og Safnasjóði og er hluti af heildarskráningu uppistandandi torfhúsa í Skagafirði. Í skýrslunni er fjallað um ríflega 40 torfhús og þar af eru ein 35 sem enn geta talist uppistandandi. Fjöldi mynda prýðir skýrsluna og fylgir hverju húsi stutt söguágrip og lýsing.
Sjón er sögu ríkari en hér er hlekkur á skýrsluna: Torfhús í Skagafirði. Akrahreppur, Lýtingsstaðahreppur og Seyluhreppur.