Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður, Ágústa Kristófersdóttir framkvæmdastjóri safneignar Þjóðminjasafnsins og Þorbjörg Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri fjármála- og þjónustu, heimsóttu Byggðasafnið í dag.
Húsasafn Þjóðminjasafnsins var í megin umræðuefni heimsóknarinnar og áttum við afbragðs gott og gefandi spjall um torfhúsin og varðveislu þeirra, ásamt Helga Sigurðssyni hjá Fornverki, á meðan við gengum um Glaumbæ og Víðimýrarkirkju.
Takk kærlega fyrir komuna!