Fara í efni

Takk fyrir komuna

Þökkum öllum sem mættu í gær á sýningaopnanir okkar kærlega fyrir komuna. Sérstakar þakkir til samstarfsaðila okkar við sýningarnar, Pilsaþyts, Skotta Kvikmyndafjelag og Náttúrustofu Norðurlands Vestra.
Spjaldasýningin "Villtar erfðalindir nytjaplantna" sem skoða má við innganginn að safnsvæðinu í Glaumbæ stendur út júní en sýningin "Torfbærinn: Heimili og vinnustaður" út ágúst og sýningin "Íslenskir þjóðbúningar og Pilsaþytur" stendur til 20. október.
Minnum Skagfirðinga á ársmiðana en með þeim þarf eingöngu að greiða aðgang einu sinni á ári og síðan hægt að koma og skoða sýningar safnsins og kíkja á kaffihúsið eins oft og fólk vill.
Endilega lítið á Facebook síðu safnsins til að sjá fleiri myndir frá opnuninni.
 
English:
We thank everyone who attended the opening of our new exhibitions yesterday. Special thanks to our collaborating partners Pilsaþytur, Skotta kvikmyndafjelag and Náttúrustofa Norðurlands Vestra.
The exhibition about Crop Wild Relatives will be accessible in Glaumbær in June, the exhibition The Turf Farm: A Home and Workplace will be accessible until August and the exhibition about the national costumes of Iceland will be accessible until the 20th of October.
For more photos from the event visit our Facebook site.