Úthlutun úr Safnasjóði fór fram í Myndasal Þjóðminjasafns Íslands við hátíðlega athöfn þann 14. febrúar 2025 að viðstöddu fjölmenni þar sem styrkþegar tóku á móti viðurkenningarskjölum.
Byggðasafn Skagfirðinga hlaut 4.900.000 króna styrk úr aðalúthlutun Safnasjóðs. Þessi upphæð samanstendur af styrkjum til nokkurra verkefna:
- 1.300.000 kr - Torf í arf - Rit um torfrannsóknir og Fornverkaskólaverkefnið
- 1.200.000 kr - Úrbætur varðveisluskilyrða safngripa á grunnsýningunni í Glaumbæ
- 1.400.000 kr - Heildarskráning safnkosts
- 1.000.000 kr - Safn og samfélag
Þá fékk safnið samtals 1.400.000 kr úr aukaúthlutun Safnasjóðs:
- 300.000 kr - Torfhleðslu- og grindarsmíðinámskeið í Skagafirði
- 300.000 kr - Allsherjarþing ICOM í Dubai 2025
- 500.000 kr - Örmálstofur á hringferð um Tröllaskagann
- 300.000 kr - Miðlun, markaðssetning og fræðsla
Þessir styrkir munu koma sér afar vel og hjálpa til við að efla starfsemi safnsins. Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn!