Fara í efni

Handbók úr OWHL verkefninu / A Handbook from the OWHL Project

Nú er komin út handbók úr OWHL verkefninu sem Byggðasafn Skagfirðinga tók þátt í. Sjö söfn og menningarstofnanir voru aðilar að verkefninu; Gamla Linköping Open-Air Museum og Ljusdalsbygdens museum í Svíþjóð, Sagalund museum í Finnlandi, Haus Gutenberg í Liechtenstein, Highland Folk Museum og EBUKI/Earth Building UK & Ireland í Skotlandi og Byggðasafnið var þátttakandi fyrir hönd Fornverkaskólans.
 
Menningarstofnanirnar eiga það sameiginlegt að veita fullorðnum fræðslu um menningararf og búa hver um sig yfir mikilli reynslu á því sviði en deila sams konar áskorunum sem rekja má til smæðar stofnananna og landfræðilegrar staðsetningar. Verkefnið snerist um að deila reynslu og skiptast á hugmyndum um hvernig er að kljást við þessar sameiginlegu áskoranir.
 
Verkefnið fór af stað haustið 2019 og hófst með heimsókn til Liechtenstein, úr heimsóknum til Finnlands og Skotlands varð ekki vegna heimsfaraldurs en í staðinn voru haldnir fjarfundir og -kynningar. Vorið 2022 var síðan farið til Svíþjóðar og um haustið var síðasta heimsóknin til Íslands.
 
Niðurstaða verkefnisins var að halda tengslunum lifandi með árlegum fundum, einnig að gefa út handbók þar sem lesa má um niðurstöður verkefnisins þar sem þátttakendur hafa tekið saman þau atriði sem standa upp úr og aðrir geta lært af, svokallaðar „Fyrirmyndar starfsvenjur“ (e. best practices). Handbókina og umfjöllun um verkefnið má nálgast hér.
Handbókina má síðan alltaf nálgast á heimasíðunni okkar undir "Útgáfa" og "Bækur og rit".
 
English: