Handbók úr OWHL verkefninu / A Handbook from the OWHL Project
03.11.2022
Nú er komin út handbók úr OWHL verkefninu sem Byggðasafn Skagfirðinga tók þátt í. Sjö söfn og menningarstofnanir voru aðilar að verkefninu; Gamla Linköping Open-Air Museum og Ljusdalsbygdens museum í Svíþjóð, Sagalund museum í Finnlandi, Haus Gutenberg í Liechtenstein, Highland Folk Museum og EBUKI/Earth Building UK & Ireland í Skotlandi og Byggðasafnið var þátttakandi fyrir hönd Fornverkaskólans.
Menningarstofnanirnar eiga það sameiginlegt að veita fullorðnum fræðslu um menningararf og búa hver um sig yfir mikilli reynslu á því sviði en deila sams konar áskorunum sem rekja má til smæðar stofnananna og landfræðilegrar staðsetningar. Verkefnið snerist um að deila reynslu og skiptast á hugmyndum um hvernig er að kljást við þessar sameiginlegu áskoranir.
Verkefnið fór af stað haustið 2019 og hófst með heimsókn til Liechtenstein, úr heimsóknum til Finnlands og Skotlands varð ekki vegna heimsfaraldurs en í staðinn voru haldnir fjarfundir og -kynningar. Vorið 2022 var síðan farið til Svíþjóðar og um haustið var síðasta heimsóknin til Íslands.
Niðurstaða verkefnisins var að halda tengslunum lifandi með árlegum fundum, einnig að gefa út handbók þar sem lesa má um niðurstöður verkefnisins þar sem þátttakendur hafa tekið saman þau atriði sem standa upp úr og aðrir geta lært af, svokallaðar „Fyrirmyndar starfsvenjur“ (e. best practices). Handbókina og umfjöllun um verkefnið má nálgast
hér.
Handbókina má síðan alltaf nálgast á heimasíðunni okkar undir "Útgáfa" og "Bækur og rit".
English:
A handbook from the OWHL project in which Bygðasafn Skagfjörður took part has now been published. Seven museums and cultural institutions were members of the project; Gamla Linköping Open-Air Museum and Ljusdalsbygdens museum in Sweden, Sagalund museum in Finland, Haus Gutenberg in Liechtenstein, Highland Folk Museum and EBUKI/Earth Building UK & Ireland in Scotland and the Byggðsafn participated on behalf of Fornverkaskólinn.
These institutions have in common the provision of education to adults about cultural heritage and each has a lot of experience in that field, but they share the same challenges that can be attributed to the small size of the institutions and their geographical location. The project was about sharing experiences and exchanging ideas on how to deal with these common challenges.
The project started in the fall of 2019 and started with a visit to Liechtenstein, the visits to Finland and Scotland did not happen due to the pandemic, but remote meetings and presentations were held instead. In the spring of 2022, a group went to Sweden, and in the fall, the last visit was to Iceland.
The result of the project was to keep the connection alive with annual meetings, also to publish a handbook where you can read about the results of the project, where the participants have compiled the points that stand out and others can learn from, so-called „best practices“. The manual and information about the project can be found
here.