Frábært var að fá Nathalie Jacqueminet, sérfræðing í forvörslu og safnafræðing, til ráðgjafar í Byggðasafninu í tæpar tvær vikur núna í júlí. Meðal þeirra verkefna sem Nathalie kom að var aðstoð við að meta ástand gripa í sýningum, leiðbeina um hvernig meta á hvort gripir þarfnist hvíldar eða forvörslu og hvernig frágang gripa í safngeymslum væri best háttað. Einnig aðstoðaði hún við gerð nýrrar neyðaráætlunar, fór yfir öryggismál og aðstoðaði við gerð áætlunar um umhirðu gripa. Kom hún, ásamt starfsmönnum safnsins, víða við í sýningum og safngeymslum safnsins yfir veru hennar hjá safninu. Byggðasafn Skagfirðinga þakkar Nathalie kærlega fyrir hennar ómetanlegu aðstoð og munum við halda áfram vinnu okkar í áætlanagerð og frekari úrvinnslu þeirrar vinnu sem fram fór og ábendinga sem fram komu á meðan á dvöl hennar hjá Byggðasafninu stóð.
30.07.2020