Dagana 2.-4. október skelltu nokkrar af starfsfólki safnsins sér í Farskóla safnamanna 2024 á Akureyri ásamt ríflega 150 öðrum þátttakendum af öllu landinu. Á farskólanum voru fjöldamörg áhugaverð erindi, fróðlegar vinnustofur og skemmtilegar safnaheimsóknir. Á fimmtudagskvöld var síðan auðvitað árshátíð safna og safnamanna með tilheyrandi gleði.
Það er virkilega gefandi og gagnlegt að fá tækifæri til að hitta og ræða við annað safnafólk um málefni og áskoranir líðandi stundar og fá tækifæri til að nema þekkingu annarra og jafnframt miðla eigin þekkingu. Safnafólk hefur vafalaust allt komið með nýjar hugmyndir og verkfæri heim í farteskinu sem mun síðan endurspeglast í frjórra safnastarfi um allt land.
Takk öll fyrir góða samveru og við þökkum Félagi íslenskra safna og safnafólks (FÍSOS) kærlega fyrir virkilega fróðlegan og skemmtilegan farskóla!
Þökkum einnig Safnasjóði fyrir styrkinn sem gerði þessa heimsókn mögulega.