Nathalie Jacqueminet safnafræðingur og sérfræðingur í forvörslu var hjá okkur á dögunum í rúma viku og fór með okkur yfir grunnsýningu safnsins "Mannlíf í torfbæjum" í Glaumbæ. Tilgangurinn var að yfirfara safngripi og ástand þeirra ásamt því að gera smávægilegar breytingar á sýningunni. Við náðum að koma gríðarlega miklu í verk og lærðum heilmikið á meðan hún var hjá okkur og þökkum henni kærlega fyrir aðstoðina. Við viljum líka þakka Safnasjóði fyrir styrkinn sem hann veitti okkur og gerði þetta mögulegt.
English:
Nathalie Jacqueminet a museologist and museum conservator stayed with us for over a week the other day and took a look at the main exhibition "Life in Turf Farms" of the museum in Glaumbær. The purpose was to check the condition of the artefacts as well as make minor changes to the exhibit. We managed to do a great deal of work while she was with us as well as learn a lot from her and we thank her very much for the help. We would also like to thank Safnasjóður for the grant that made this possible.