Byggðasafn Skagfirðinga mætti á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna í Kórnum í Kópavogi sem fram fór fimmtudaginn 16. janúar. Um er að ræða árlega ferðakaupstefna sem haldin er af Markaðsstofum landshlutanna. Markmið og tilgangur viðburðarins er að skapa vettvang þar sem landsbyggðarfyrirtæki fá tækifæri til að kynna sína þjónustu og vöruframboð fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu.
Við þökkum öllum sem voru með okkur á Mannamótum og kíktu á básinn okkar fyrir samveruna og góð kynni. Það var virkilega gaman að taka þátt í þessum glæsilega viðburði og sjá alla þá frábæru áfangastaði og afþreyingu sem í boði er á öllu landinu. Þá var gaman hversu vel var mætt úr Skagafirðinum en það var góð stemning í hópnum eftir skemmtilegan dag.