Tímamót voru hjá Byggðasafninu um síðustu mánaðamót þegar Bryndís Zoëga landfræðingur lét af störfum eftir rúmlega 19 ára farsælt starf hjá safninu.
Bryndís hefur starfað við Fornleifadeild Byggðsafns Skagfirðinga frá árinu 2005 auk þess sem hún hefur verið verkefnastjóri Fornverkaskólans síðan árið 2008. Á þessum árum hefur hún unnið mikið og gott starf í þágu Byggðasafnsins. Hún hefur komið víða við og stundað öflugar og sérhæfðar rannsóknir við góðan orðstír, núna síðast torfhúsarannsóknina sem varpaði ljósi á stöðu torfhúsa í Skagafirði. Auk þess hefur hún staðið að fjölda námskeiða hjá Fornverkaskólanum og með því stuðlað að varðveislu mikilvægs byggingarhandverks.
Störf Bryndísar hafa skipt verulegu máli fyrir fagleg störf safnsins og ímynd þess og áttu ríkan þátt í að safnið hlaut Íslensku safnaverðlaunin 2016. Framlag Bryndísar til safnsins, sem og þekkingarsköpunar svæðisins, verður seint fullþakkað.
Við færum Bryndísi hjartans þakkir fyrir einstaklega ánægjulegt samstarf og óskum henni velfarnaðar.
/
There was a turning point at the end of last month when geographer Bryndís Zoëga quit after over 19 years of successful work at the museum.
Bryndís has worked at the Archaeology Department of the museum since 2005. During this time she has done a lot of important work, her most recent research being the turf house study, that shed light on the state of turf houses in Skagafjörður. She has also been the project manager of the Heritage Craft School Project since 2008, and has instructed on a number of courses for the project, thereby contributing to the preservation of an important craft.
Bryndís's work has made its mark on the professional work of the museum and its image, and played an important role in the museum winning the Icelandic Museum Award in 2016.
We thank Bryndís for her contribution to the museum and the Skagafjörður area, and an exceptionally pleasant collaboration, and wish her well.