Fara í efni

Allt að verða klárt fyrir Opna dag Fornverkaskólans á Syðstu-Grund!

Fornverkaskólinn verður með opinn dag á Syðstu-Grund næstkomandi laugardag, þann 10. ágúst. Öll eru velkomin að koma og skoða, eða aðstoða okkur við að þekja yfir gömlu útihúsin á staðnum.
 
Sumarið 2023 var haldið torfhleðslunámskeið á Syðstu-Grund þar sem veggir gömlu útihúsanna voru hlaðnir upp. Næstkomandi laugardag er ætlunin að ljúka verkinu og þekja yfir og af því tilefni bjóðum við áhugasömum að mæta á milli kl. 9-17 og taka þátt í þakgerðinni, skoða, spjalla og fræðast um torfhleðslu. Verkið þarfnast engrar fyrri reynslu, aðeins klæðnaðar eftir veðri (gott getur verið að hafa með vinnuhanska ef ætlunin er að taka þátt) og góða skapið. Kaffiveitingar verða á staðnum.
 
Þeir sem vilja taka þátt eru vinsamlegast beðnir að skrá sig á viðburðinn á Facebook: https://tinyurl.com/wczjcncn
 
Opni dagurinn er styrktur af húsafriðunarsjóði og Menningarsjóði KS.
 
Verið öll velkomin!