Fara í efni

Alls sjö milljónir úr húsafriðunarsjóði 2024

Tyrfingsstaðir á Kjálka haustið 2023.
Tyrfingsstaðir á Kjálka haustið 2023.
Úthlutun úr húsafriðunarsjóði 2024 hefur nú farið fram en 176 verkefni, af 241 sem sóttu um, fengu úthlutað úr sjóðnum að þessu sinni, að heildarupphæð 297.600.000 kr. Byggðasafn Skagfirðinga sótti um og hlaut styrki fyrir eftirfarandi verkefni:
 
  • 2.000.000 kr. Tyrfingsstaðir á Kjálka í Skagafirði.
  • 2.500.000 kr. Fornverkaskólinn: viðhald handverkshefða.
  • 2.500.000 kr. Torfhús í Húnavatnssýslum.
Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn!
 
Yfirlit yfir úthlutanir húsafriðunarsjóðs árið 2024 má sjá hér.