Samstarfsverkefni Byggðasafn Skagfirðinga, Lofotr Viking Museum í Noregi, Kujataa World Heritage í Grænlandi og Kyle and Lochalsh Community Trust í Skotlandi, "Viking Networks & Young Adults", hlaut á dögunum um 7,8 milljón króna styrk (400.000 DKK) frá NORA (Nordic Atlantic Cooperation). Eins og sjá má í frétt á heimasíðu NORA.
Um er að ræða verkefni til þriggja ára og er þetta þriðja og síðasta árið sem verkefnið hlýtur styrk. Verkefnið byggir á sameiginlegri arfleifð landanna fjögurra, sögu umræddra svæða og minja frá 11. öld. Sameiginlegt markmið safnanna er að finna lausnir við þeim áskorunum sem felast í sjálfbærri ferðamennsku og eflingu afskekktra svæða og byggða.
Við erum afar þakklát fyrir styrkinn og hlökkum til áframhaldandi samstarfs!