Opnað hefur verið fyrir vefsýninguna "Um viðgerðir og endurnotkun" á Sarpi. Hjá Byggðasafni Skagfirðinga eru varðveittir gripir sem sýna viðleitni fólks til að gjörnýta eigur sínar. Vefsýningin inniheldur gripi sem hafa verið viðgerðir eða fengið annað hlutverk en þeim var upphaflega ætlað. Ýmislegt má læra af neysluhegðun og hugviti forfeðra og formæðra okkar og við vonum að þessi litla sýning verði ykkur til ánægju og innblásturs.
14.04.2020