Út er komið rit 2 í ritröð Byggðasafns Skagfirðinga og ber heitið Þrif og þvottar í torfbæjum. Höfundur er Sigríður Sigurðardóttir. Rit þetta fjallar um þrifnaðarhætti þegar fólk bjó í torfbæjum og spannar tíma frá miðöldum til nútíma. Kastljósinu er þó einkum beint að síðustu öldum. Í ritinu er fjallað um húsþrif, fataþvotta, líkamshirðingu, áhöd og efni til þrifa og þvotta, aðbúnað í bæjunum og hvernig þeir höfðu bein áhrif á þrifnaðarhætti.
Árið 2012 var rit 1 í ritröð safnsins gefið út. Í því var fjallað um skagfirsku kirkjurannsóknina og þær elstu kirkjur í Skagafirði sem fundust í ritheimildum. Ritið heitir Skagfirska kirkjurannsóknin. Miðaldakirkjur 1000-1300.
Bæði þessi rit fást í safnbúð safnsins í Gilsstofunni við Glaumbæ og hægt er að panta þau í gegnum bsk@skagafjordur.is. Rit 2 kostar 3000 kr. og rit 1 er á 1500 kr. Séu þau pöntuð saman fæst 500 kr. afsláttur.