Hvað á húsið að heita?
Þá er komin sumaropnun hjá Byggðasafni Skagfirðinga! Frá og með 20. maí er opið alla daga kl. 10-18 fram til 20. september.
Lokun safnsvæðisins tekur einnig gildi og þurfa nú allir gestir að fá sér miða í nýja þjónustuhúsinu okkar til að komast inn á safnsvæðið. Íbúar í Skagafirði og Akrahreppi þurfa að sjálfsögðu aðeins að borga einu sinni og fá þá miða sem gildir í heilt ár frá kaupum.
En nú þegar þjónustuhúsið hefur verið tekið í notkun vantar okkur nafn á það! Við leitum því til fylgjenda okkar um hugmyndir að þjálu, góðu og þjóðlegu nafni sem er í anda Glaumbæjar og safnsvæðisins. Endilega komið með tillögur, því fleiri því betra!