Síðustu sjö árin hefur Byggðasafn Skagfirðinga staðið fyrir endurheimt húsa á Tyrfingsstöðum. Húsafriðunarsjóður hefur styrkt þær aðgerðir, sem við köllum Tyrfingsstaðaverkefnið, með góðum framlögum ár hvert. Nú leggur sjóðurinn 700 þús. kr. til verkefnisins. Framundan er því gott viðgerða- og fornverkakennsluár á Tyrfingsstöðum. Ráðgert er að endurreisa kofann á hlaðinu, setja grind og þak á hesthúsið, setja nýja glugga í baðstofuna og þilja hana m.m.
16.03.2015