Fara í efni

Kíktu í Kotið

Í tilefni af 20 ára afmæli fornleifadeildar Byggðasafnsins bjóðum við öll velkomin í Kotið á Hegranesi laugardaginn næstkomandi! Þar verður deildarstjóri fornleifadeildar Byggðasafnsins, Ásta Hermannsdóttir, ásamt teymi Bandarískra fornleifafræðinga, sem geta frætt gesti og gangandi um uppgröftinn. Þá verða leiðsagnir klukkan 10 og 12. Bílastæði eru við Lönguborg, leggja má við húsið, í nágrenni við kamar sem þar er staðsettur.
Fyrir áhugasöm verður einnig búið að merkja skálann í Glaumbæ á túninu fyrir neðan safnsvæðið þannig að hægt verður að sjá staðsetningu hans og útlínur en það er stefnan að grafa hann upp á næstu árum og endurbyggja.
/
On the occasion of the 20th anniversary of the Archeology Department of the Skagafjörður Heritage Museum we welcome all to Kotið in Hegranes next Saturday! Ásta Hermannsdóttir, the head of the Archeaology Department of the museum, together with a team of American archaeologists, will be there to answer questions about the excavation and its findings. There will also be guided tours at 10AM and 12PM. There is a parking lot at Langaborg, you can park by the house, in the vicinity of the small outhouse which is located there.
For those interested, the longhouse in Glaumbær will be marked on the surface of the field below the museum area so that its outline can be seen. The museum plans on excavating and rebuilding it in the future.