Veggjabrot undir öskulagi frá 1766. | Gömul falleg mjög greinileg klömbruhleðsla í veggjarbroti. | Mannvistarleifar undir ösku frá 1104. |
Skagafjarðarveitumenn eru að leggja nýjar lagnir í gamlan lagnaskurð á safnsvæðinu í Glaumbæ og það má sannarlega kallast merkilegt hvað einn skurður getur upplýst, þótt gamall sé og farið sé niður á sama stað og fyrir mörgum áratugum. Um 30 m suður af Brandahúsi og Langabúri sjást greinilega mannvistarleifar undir öskulagi frá 1104, sem þýðir að við getum rennt stoðum undir þá kenningu að mannvirki á bæjarhólnum eru tilkomin á sama tíma og 11. aldar mannvistaleifar niðri á túni vitna um.
Á öðrum stað í skurðinum, suðvestan við öskuhólinn, sjást hleðslur frá því á og fyrir 1766 og á enn öðrum stað koma fram fallegar klömbrur sem hafa væntanlega verið hluti af húsvegg. Spennandi.