Byggðasafn Skagfirðinga stendur fyrir dagskrá í tilefni af alþjóðlega safnadeginum næstkomandi laugardag, 18. maí en þá verður gestum boðið að skoða gamla bæinn í Glaumbæ án endurgjalds. Bærinn og Áskaffi verður opið frá kl. 12-16.
Stemning verður í baðstofunni frá kl. 13-15 en þá ætla prúðbúnar konur í Pilsaþyt að mæta með handavinnuna, Kvæðamannafélagið Gná ætlar að kveða stemmur og leggjabú verður á hlaðinu fyrir börn sem vilja prófa að leika sér eins og í gamla daga.
Verið velkomin í Glaumbæ!