Fara í efni

Skagfirska kirkju- og byggðasögurannsóknin komin á fullt

 

 

 

 

 

 



Myndin sýnir uppgraftarsvæðið í Keflavík í Hegranesi.

Markmiðið með SCASS rannsókninni er að kanna búsetu frá landnámi til loka þjóðveldis, hvort/hvernig hún breyttist við vaxandi miðstýringu goða og kirkjuvalds og hvaða býli tengjast kristnihaldi frá landnámi til um 1300. Til að staðsetja mannvistarleifar og tímasetja þær verða fornleifar skráðar á öllum jörðum í Hegranesi, sem leyfi hefur fengist til að rannsaka, og þær kannaðar með jarðmælingum, borunum og könnunarskurðum.

Fylgjast má með rannsókninni á fésbókarsíðu hennar, bloggsíðu Fiske rannsóknarmiðstöðvarinnar og á fésbókarsíðu safnsins. Rannsóknirnar eru kostaðar af bandaríska National Science Foundation og Fornminjasjóði.