Við þökkum öllum gestum kærlega fyrir komuna á Rökkurgöngu sl. sunnudag. Hús safnsins voru skreytt hátt og lágt og eins og hefð er fyrir þá var sögustund í baðstofunni sem var vel sótt að venju. Þá komu félagar úr þjóðháttafélaginu Handraðanum, konur úr Pilsaþyt og félagar úr Kvæðamannafélaginu Gefjunni í heimsókn.